föstudagur, 10. júní 2016
föstudagur, 10. júní 2016

Skaftárhreppur til framtíðar - styrkumsóknir


Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóði er verkefnisstjórn Skaftárhreppur til framtíðar veitir styrki úr í umboði Byggðastofnunar.
Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á netfangið eirny@klaustur.is Eirný veitir jafnframt nánari upplýsingar ef þess er óskað.
Nánari upplýsingar og sniðmát fyrir umsóknir má finna á www.klaustur.is Frestur er til klukkan 08.00 að morgni mánudagsins 13. júní 2016
skaftarhreppur-til-framtidar_kynningartexti.pdf.
auglyst-eftir-umsoknum.pdf

miðvikudagur, 16. mars 2016

Sigur lífsins um páska 2016


Dagskráin Sigur lífsins er á vegum Kirkjubæjarstofu, og Friðar og frumkrafta í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar. Nánari upplýsingar í síma: 487 4645/892 9650 og á: kbstofa@simnet.is
Styrktaraðili 2016 er Byggðastofnun/Skaftárhreppur til framtíðar
sigur-lifsins-2016.pdf

fimmtudagur, 21. janúar 2016

Menningarerfðir og Katla jarðvangur


Fundur á Kirkjubæjarstofu föstudaginn 22. janúar kl.20.00

21. - 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á suðurlandi um óáþreifanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju Davíðsdóttur framkvæmdarstjóra Kötlu Jarðvangs sem fer yfir stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í UNESCO Global Geoparks 2015.
Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, þorrablótum, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku; að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.
Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytinsins en markmiðið með því er að
• koma af stað umræðu um menningarerfðir
• fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda
• skrá félög / hópa sem starfa á sviði menningarerfða
• kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða en lykilatriði hans er að við sem landið byggjum segjum til um hvað eru menningarerfðir okkar og hvernig best sé að vernda þær.

Fundatímar:
• Selfoss - Fjölheimar, fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00
• Hvolsvöllur - Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar kl. 11:30
• Kirkjubæjarklaustur - Kirkjubæjarstofa, föstudaginn 22. janúar kl. 20:00
• Höfn í Hornafirði - Nýheimar, laugardaginn 23. janúar kl. 13:00

Hlökkum til að sjá ykkur
Guðrún Ingimundardóttir og Brynja Davíðsdóttir